Yoane Wissa, leikmaður Newcastle United, hefur tjáð sig um félagaskipti sín til félagsins frá Brentford, en gengið var frá skiptunum á elleftu stundu.
Wissa hafði tjáð Brentford að hann vildi fara frá félaginu og fór ýmsar leiðir til að koma skiptunum í gegn.
Hann neitaði að æfa fyrst um sinn og spilaði ekki með Brentford í byrjun tímabilsins.
Brentford og Newcastle hófu viðræður og ákvað Wissa að fara til Newcastle. Hann segir þetta hafa verið langan dag en sem betur fer hafi allt gengið upp.
Þaðan fór Wissa í landsliðsverkefni með Kongó þar sem hann meiddist en hann lék ekki sinn fyrsta leik með Newcastle fyrr en í byrjun desember. Hann hefur ekki enn byrjað deildarleik, en eini byrjunarliðsleikur hans var í 2-1 sigri á Fulham þar sem hann gerði fyrra mark liðsins.
„Ég ferðaðist frá Lundúnum og ætli klukkan hafi ekki verið þrjú um nótt þegar ég keyrði alla leið til Newcastle og var kominn í kringum sjö um morguninn. Ég náði ekki einu klukkutíma í svefn, því ég gat ómögulega sofið.“
„Ég fékk símtal frá umbðsmanninum sem sagði mér að samkomulag væri næstum því í höfn þannig ég fór aftur á æfingasvæðið. Ég eyddi öllum deginum hér, tók myndir og myndbönd, en þetta var frekar langur dagur.“
„Ég hélt ég væri að fara skrifa undir klukkan 15:00 og síðan klukkan 18:00 og 19:00 en ekkert gerðist. Klukkan tifaði áfram en ekkert gerðist. Ég byrjaði að hringja í umboðsmanninn og spyrja hann hvað væri í gangi, en hann sagði að viðræður væru áfram í gangi.“
„Ég skrifaði undir tíu sekúndum fyrir gluggalok. Ég var svo ánægður alveg ljómaði allur og hlakkaði til að fara í landsliðið. Ég spilaði fyrsta leikinn en meiddist í öðrum leiknum. Ég gat ekkert gert og bara gat ekki verið meiddur þegar ég var ný búinn að semja við Newcastle,“ sagði Wissa um skiptin.
Athugasemdir





