Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
   sun 28. desember 2025 13:26
Ívan Guðjón Baldursson
Kristall Máni meðal þeirra bestu í Danmörku
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski miðillinn Tipsbladet heldur uppi reglulegum listum yfir bestu leikmenn efstu deildar danska boltans.

Á dögunum var Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland og íslenska landsliðsins, valinn sem næstbesti markvörður deildarinnar og nú hefur Kristall Máni Ingason, sóknartengiliður Sönderjyske, verið valinn sem fimmti besti sóknarsinnaði miðjumaðurinn.

   19.12.2025 15:30
Elías næstbesti markvörður dönsku deildarinnar

Kristall er kominn með 8 mörk og 4 stoðsendingar í 16 leikjum í haust og þykir lykilmaður í spútnik liði Sönderjyske. Honum er lýst sem gáfuðum og hæfileikaríkum leikmanni sem hefur vakið áhuga erlendra félaga á sér.

Kristall er 23 ára gamall og hefur spilað 6 A-landsleiki fyrir Ísland. Hann er ekki eingöngu þekktur fyrir hæfileika sína á fótboltavellinum því hann er partur af tónlistartvíeykinu vinsæla HúbbaBúbba.

Jan-Fiete Arp, Noah Nartey, Kristian Arnstad og Mohamed Elyounoussi verma fjögur efstu sætin á lista Tipsbladet yfir bestu sóknartengiliði deildarinnar.
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Athugasemdir
banner
banner