Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Gomes til Liverpool?
   lau 27. desember 2025 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd kallar Collyer til baka frá WBA
Mynd: EPA
Manchester United hefur kallað miðjumanninn Toby Collyer til baka úr láni frá WBA í ensku B-deildinni en þetta segir Laurie Whitwell hjá Athletic.

Collyer, sem er 21 árs gamall, fór til WBA í sumar á láni út tímabilið en hann meiddist á kálfa og verður frá næstu átta vikurnar.

Man Utd hefur því ákveðið að kalla hann til baka og ólíklegt að hann verði lánaður aftur út.

Hugað verður að meiðslum hans í Manchester og möguleiki á að hann verði partur af aðalliðinu fyrir síðari hluta mótsins.

Collyer á þrettán leiki fyrir United, þar af tíu undir stjórn Ruben Amorim.
Athugasemdir