Sunderland 1 - 1 Leeds
1-0 Simon Adingra ('28 )
1-1 Dominic Calvert-Lewin ('47 )
1-0 Simon Adingra ('28 )
1-1 Dominic Calvert-Lewin ('47 )
Sunderland tók á móti Leeds United í gífurlega skemmtilegum nýliðaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Gestirnir frá Leeds fengu fyrsta hættulega færið en Simon Adingra tók forystuna fyrir Sunderland þegar boltinn barst til hans eftir langt innkast sem Leeds mistókst að hreinsa.
Heimamenn fengu færi til að tvöfalda forystuna og gestirnir sömuleiðis til að jafna en inn rataði boltinn ekki svo staðan var 1-0 eftir jafnan fyrri hálfleik sem spilaðist á háu tempói. Brian Brobbey fékk besta færið fyrir Sunderland í uppbótartíma fyrri hálfleliks þegar hann skallaði boltann í slána af stuttu færi.
Dominic Calvert-Lewin jafnaði metin fyrir Leeds í upphafi síðari hálfleiks eftir laglegt spil upp völlinn og góða stoðsendingu frá Brenden Aaronson. Þetta er sjötti leikurinn í röð sem Calvert-Lewin skorar í og er hann kominn með sjö mörk í síðustu sex leikjum.
Leeds tók völdin á vellinum í síðari hálfleik og fékk mikið af góðum færum en tókst ekki að setja boltann í netið. Robin Roefs varði tvisvar en annars enduðu fjölmargar marktilraunir Leeds framhjá markinu.
Hvorugu liði tókst að gera sigurmark svo lokatölur urðu 1-1.
Sunderland er í sjöunda sæti með 28 stig eftir 18 umferðir, átta stigum meira heldur en Leeds.
Athugasemdir


