Viktor Freyr Sigurðsson var fenginn til Fram fyrir rétt rúmu ári síðan frá Leikni þar sem hann hafði stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki. Viktor var fljótur að vinna sig inn í byrjunarliðið hjá Fram og þegar tímabilið var gert upp var hann valinn besti leikmaður liðsins sem endaði í 5. sæti Bestu deildarinnar.
Íslandsmeistarar Víkings reyndu að kaupa Viktor í vetur en Fram hafnaði tilboðinu. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki og Leikni og á að baki 149 KSÍ leiki. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Íslandsmeistarar Víkings reyndu að kaupa Viktor í vetur en Fram hafnaði tilboðinu. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki og Leikni og á að baki 149 KSÍ leiki. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Viktor Freyr Sigurðsson
Gælunafn: Vik
Aldur: 25 ára.
Hjúskaparstaða: Föstu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnisstætt úr leiknum: Sumarið 2020 í 3-1 sigri á móti Víking Ó í Lengjunni sem á endanum tryggði Leikni uppí Pepsi Deildina.
Uppáhalds drykkur: Blár Collab er hættulega góður.
Uppáhalds matsölustaður: Bombay Bazaar.
Uppáhalds tölvuleikur: Club er nýja fantasy. Annars var Rocket League unplayable á tímum Covid-19
Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Vaktirnar er alvöru TV.
Uppáhalds tónlistarmaður: Á ennþá eftir að heyra leiðinlegt lag frá Aroni Can.
Uppáhalds hlaðvarp: Blö og Steve Dagskrá
Uppáhalds samfélagsmiðill: TikTok
Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fotbolti.net
Fyndnasti Íslendingurinn: Hjörvar Hafliða og Nablinn er gott combo
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Aminn. fra STUDIO 220: Timi eftir 1 klst hja Slakur Barber
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: ÍR
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ég mætti Eberechi Eze á götum Marbella.
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Ég hef verið mjög heppinn með þjálfara á mínum ferli. Rúnar Kri og Siggi Hö verða að deila þessu þar sem þeir hafa mótað feril minn hingað til hvað mest og gefið mér traustið. Einnig ætla ég að nefna Gareth Owen yfirmann knattspyrnumála Vals, Tæknilegan ráðgjafa Vals, Tæknistjóra Vals og fyrrum markmannsþjálfara minn sem hjálpaði mér mikið að bæta mig sem markmann og manneskju.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Þorri Stefán getur verið mjög óþolandi á æfingum. Hann skuldar ennþá burpees eftir að ég pakkaði honum saman í skotkeppni og hann snappaði og strunsaði inní klefa.
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Hannes Þór Halldórsson
Sætasti sigurinn: Það verður að vera 3-1 sigurinn á móti Víking Ó sem tryggði Leikni uppí Pepsi Deildina.
Mestu vonbrigðin: Falla með Leikni úr Bestu.
Uppáhalds lið í enska: Manchester United
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Daníel Finns væri flottur í salatinu.
Efnilegasti fótboltamaður/kona landsins: Alnafni minn Freyr Sigurðsson fær þennan titil.
Fallegasti fótboltamaðurinn á Íslandi: Fred Saraiva þegar hann hendir í Ruben Amorim lookið er huggulegt.
Fallegasta fótboltakonan á Íslandi: Hulda Katrín legend úr yngri flokkum Breiðabliks. Hún skoraði 9 mörk í einum leik og setti skóna á hilluna eftir það.
Besti fótboltamaðurinn frá upphafi: CR7
Ein regla í fótbolta sem þú myndir breyta: Þessi 8 sek regla á okkur markmennina er vel þreytt þegar maður horfir á leikmenn taka heila eilífð að taka innköst.
Uppáhalds staður á Íslandi: Bústaðurinn í Borgarfirði.
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Dettur ekkert í hug nema þegar Tryggvi Geirs (TG6) týndi boltanum í miðjum leik, það var kostulegt að horfa á hann leita að boltanum.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Er með alltof margar.
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Pílan um jólin og úrslitakeppnin í basket og handbolta.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Er í Adidas preddum og RINAT hönskum.
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Mætingin var helvíti erfið.
Vandræðalegasta augnablik: Nýliðavígslurnar eru sick vandræðalegar.
Hvaða þremur leikmönnum byðir þú í mat og af hverju: Ég myndi bjóða De Gea, Donnarumma og Courtois.
Bestur/best í klefanum og af hverju: Ég hef helvíti gaman af Steina Kjarr.
Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Það væri skrautlegt að sjá Vuk í einhverjum rökræðu þætti. Það er rosalegt hvað hann getur komið með léleg take en heldur samt alltaf að hann sé að pakka öllum rökræðum saman.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er með 1777 daga streak í Duolingo en kann ekkert í spænsku ennþá.
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Simon Tibbling hefur komið mér langmest á óvart, geðveikt humble gæi.
Hverju laugstu síðast: Ég laug því að ég hefði gaman af Steina Kjarr.
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja:
Einhver skilaboð til stuðningsmanna fyrir sumarið: Hlakka til að sjá ykkur á vellinum í sumar!
Athugasemdir



