Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
banner
   lau 27. desember 2025 14:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Cherki skaut Man City á toppinn
Mynd: EPA
Nott. Forest 1 - 2 Manchester City
0-1 Tijjani Reijnders ('48 )
1-1 Omari Hutchinson ('54 )
1-2 Rayan Cherki ('83 )

Man City heimsótti Nottingham Forest í fyrsta leik dagsins í úrvalsdeildinni.

Nottingham Forest fékk tækifæri snemma leiks en Morgan Gibbs-White náði ekki að stýra boltanum að marki eftir góða fyrirgjöf frá Callum Hudson-Odoi.

Ruben Dias fékk gula spjaldið undir lok fyrri hálfleiks fyrir að brjóta á Igor Jesus. Strax í upphafi seinni hálfleiks braut Dias aftur á Jesus og var heppinn að fá ekki sitt annað gula spjald.

Stuttu síðar braut Man City ísinn þegar Tijjani Reijnders skoraði eftir að Rayan Cherki sendi hann í gegn.

Man City var þó ekki lengi með forystuna þar sem Omari Hutchinson jafnaði metin eftir fyrirgjöf frá Jesus. Man City komst aftur yfir þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma.

Josko Gvardiol skallaði boltann út í teiginn eftir hornspyrnu og Cherki negldi boltanum í netið og tryggði Man City stigin þrjú.

Man City er komið á toppinn í bili að minnsta kosti en liðið er með 40 stig, stigi á undan Arsenal sem á leik til góða gegn Brighton á eftir. Nottingham Forest er í 17. sæti með 18 stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
2 Arsenal 18 12 4 2 31 10 +21 40
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Liverpool 18 9 3 6 28 25 +3 30
5 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brentford 18 8 2 8 25 25 0 26
10 Brighton 18 6 7 5 25 23 +2 25
11 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
12 Fulham 18 7 3 8 24 26 -2 24
13 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 18 5 7 6 26 30 -4 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 5 10 19 35 -16 14
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 3 15 9 37 -28 3
Athugasemdir
banner