Síðastliðinn sunnudag var Arnór Ingvi Traustason tilkynntur sem nýr leikmaður KR. Arnór kemur frá sænska liðinu Norköpping, þar sem hann hefur leikið síðustu fjögur tímabil.
Arnór á að baki 67 landsleiki fyrir íslenska landsliðið en datt út úr hópnum í haust og var ekki í hópunum í undankeppni HM. Hann var síðast í hópnum í æfingaleikjum Íslands í sumar þar sem liðið mætti Norður-Írlandi og Skotlandi.
Arnór var spurður út í landsliðið og hvort að það væri mikið högg að detta út úr því í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.
Arnór á að baki 67 landsleiki fyrir íslenska landsliðið en datt út úr hópnum í haust og var ekki í hópunum í undankeppni HM. Hann var síðast í hópnum í æfingaleikjum Íslands í sumar þar sem liðið mætti Norður-Írlandi og Skotlandi.
Arnór var spurður út í landsliðið og hvort að það væri mikið högg að detta út úr því í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.
„Já já, maður er búinn að vera lengi í landsliðinu. Ég átti gott spjall við Arnar. Ég er ekki búinn að vera með í síðustu tveimur gluggum. En við erum líka með frábæra leikmenn, frábæra menn í minni stöðu og gott lið.
Ég er ekki fúll út í einn eða neinn, þetta er bara gangurinn á þessu. Ég hef aldrei og mun ekki loka neinum dyrum, en að sama skapi veit ég að ég fór lengra frá þessu með að koma heim en hurðin er alltaf opin.“
Athugasemdir



