Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
   sun 28. desember 2025 14:44
Ívan Guðjón Baldursson
Frank: Erum við Meistaradeildarfélag?
Mynd: EPA
Thomas Frank danskur þjálfari Tottenham var frakkur á fréttamannafundi í dag fyrir leik liðsins gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni.

Hann ræddi meðal annars um stöðu Tottenham, sem er í 14. sæti úrvalsdeildarinnar með 22 stig eftir 17 umferðir og í 11. sæti í Meistaradeildinni með 11 stig eftir 6 umferðir.

„Ef ég á að vera heiðarlegur þá tel ég okkur vera á mótunarskeiði. Við erum meistaradeildarfélag, en erum við meistaradeildarfélag?" sagði Frank.

„Við komumst bara í keppnina útaf því að við unnum Evrópudeildina, ekki útaf því að við vorum eitt af fjórum eða fimm bestu liðum úrvalsdeildarinnar. Við enduðum í 17. sæti.

„Núna þurfum við að keppa í Meistaradeildinni samhliða því að keppa í úrvalsdeildinni og það er erfiðast."


Tottenham heimsækir Palace í Lundúnaslag í dag og þurfa lærlingar Frank á sigri að halda til að bæta stöðu sína á töflunni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 18 13 3 2 33 11 +22 42
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 18 12 3 3 29 19 +10 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 18 8 5 5 30 19 +11 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
9 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
10 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
11 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
12 Brighton 18 6 6 6 26 25 +1 24
13 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 18 5 7 6 27 33 -6 22
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 4 11 19 36 -17 13
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 2 16 10 39 -29 2
Athugasemdir
banner
banner