Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   lau 27. desember 2025 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Settur í frystikistuna eftir að hafa rekið Ronaldo af velli
Estrada Fernandez, dómari, hefur nokkrum sinnum veifað rauða spjaldinu á leikmenn Real Madrid
Estrada Fernandez, dómari, hefur nokkrum sinnum veifað rauða spjaldinu á leikmenn Real Madrid
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo sá rautt gegn Almería
Cristiano Ronaldo sá rautt gegn Almería
Mynd: EPA
Fyrrum dómarinn Xavier Fernandez Estrada hefur greint frá því að honum hafi verið bannað að dæma leiki hjá Real Madrid í tvö ár eftir að hafa rekið Cristiano Ronaldo af velli árið 2009.

Ronaldo sá tvö gul spjöld og þar með rautt í 4-2 sigri Real Madrid á Almería árið 2009.

Portúgalinn verðskuldaði rauða spjaldið. Hann fékk gult fyrir að rífa sig úr treyjunni og seinna gula fyrir að sparka í andstæðinginn, en hvorki Ronaldo né Manuel Pellegrini, sem var þá þjálfari liðsins, mótmæltu spjaldinu og baðst Ronaldo meira að segja afsökunar á að hafa fengið rautt.

Engu að síður átti þetta rauða spjald eftir að bitna á dómaranum sem fékk ekki að dæma hjá Real Madrid í tvö ár eftir leikinn.

„Ég fékk ekki að dæma leiki hjá Real Madrid í tvö ár eftir að hafa rekið Cristiano Ronaldo af velli árið 2009. Ég fékk símtal frá yfirmanni dómaramála þegar ég kom heim og hann sagði við mig að hann hafi ekki verið hrifinn af því sem ég gerði og að atvikið yrði á forsíðum allra blaða. Hann tjáði mér einnig að það yrðu afleiðingar af þessu.“

„Það er myrk hlið fótboltans sem fáir vita um eða þá að fólk vill ekki vita af henni og síðan eru það þeir sem misnota kerfið af öðrum ástæðum,“
sagði Estrada.

Estrada segir mikla spillingu í dómaramálum á Spáni og skrifaði hann meðal annars bók um José María Enríquez Negreira, sem er talinn af þegið greiðslur frá Barcelona sem tæknilegur ráðgjafi félagsins en hann á að hafa fengið um 8,4 milljónir evra frá 2001 til 2018. Á sama tíma var hann í embætti varaforseta tækninefndar dómarasambandsins. Málið er nú til rannsóknar hjá yfirvöldum á Spáni.
Athugasemdir
banner
banner