Mason Mount, leikmaður Manchester United, telur sig eiga möguleika á því að vera í landsliðshóp Englendinga á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar.
Tími Mount hjá United hefur einkennst af erfiðum meiðslum en hann er allur að koma til og tekist að spila fimmtán leiki í öllum keppnum með United á þessari leiktíð.
Hann hefur skorað þrjú mörk og gefið eina stoðsendingu, en draumurinn lifir enn um að komast í HM-hóp Thomas Tuchel fyrir næsta sumar.
Það skemmir auðvitað ekki fyrir að hann og Tuchel þekkjast vel frá þeir unnu saman hjá Chelsea. Saman unnu þeir Meistaradeild Evrópu, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða.
„Þetta byrjar alltaf hjá félaginu. Ef þú ert að spila vel þar þá áttu möguleika á því að vera í hópnum,“ sagði Mount.
„Ef við vinnum leiki og færum okkur upp töfluna þá mun tækifærið alltaf koma. Ég auðvitað þekki Thomas og veit hvernig hann gerir hlutina. Ég mun gera allt sem ég get til að komast í þennan hóp,“ sagði Mount.
Athugasemdir



