Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
banner
   sun 28. desember 2025 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Edwards: Er orðinn mjög leiður á þessu
Mynd: EPA
Wolves er í miklum vandræðum en liðið er aðeins með tvö stig eftir 18 umferðir. Liðið tapaði gegn Liverpool á Anfield í gær.

Liðið bætti met í gær en ekkert lið í sögu úrvalsdeildarinnar hefur verið í svona slæmri stöðu eftir 18 umferðir.

Rob Edwards, stjóri Wolves, er mjög áhyggjufullur yfir stöðunni.

„Ég sagði við strákana að ég væri orðinn mjög leiður á þessu og ég veit að þeir eru líka að þjást. En svo veit ég að ég mun horfa á leikinn aftur og kannski taka smá af tilfinningunum úr honum og finna eitthvað af því góða," sagði Edwards.
Athugasemdir
banner
banner