Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
banner
   sun 28. desember 2025 16:04
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: United mennirnir tengdu í þægilegum sigri
Mynd: EPA
Cremonese 0 - 2 Napoli
0-1 Rasmus Hojlund ('13 )
0-2 Rasmus Hojlund ('45 )

Danski framherjinn Rasmus Höjlund gerði gæfumuninn er nýliðar Cremonese tóku á móti Ítalíumeisturum Napoli í efstu deild ítalska boltans í dag.

Napoli var talsvert sterkara liðið og skoraði Höjlund tvennu í fyrri hálfleik. Í bæði skiptin var hann réttur maður á réttum stað þegar boltinn datt fyrir hann eftir atgang innan vítateigs. Scott McTominay, fyrrum liðsfélagi Höjlund hjá Manchester United, lagði seinna markið upp fyrir Danann.

Napoli hélt áfram að sækja í síðari hálfleik og hefði Höjlund getað fullkomnað þrennu en tókst ekki. Lokatölur urðu 0-2 og hefði munurinn getað verið meiri.

Napoli er í öðru sæti Serie A deildarinnar með 34 stig eftir 16 umferðir, einu stigi á eftir toppliði AC Milan. Stórveldi Inter mætir til leiks í kvöld og getur endurheimt toppsætið af nágrönnum sínum með sigri á erfiðum útivelli Atalanta.

Cremonese er í neðri hlutanum með 21 stig eftir 17 umferðir.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 16 10 5 1 27 13 +14 35
2 Napoli 16 11 1 4 24 13 +11 34
3 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
4 Juventus 17 9 5 3 23 15 +8 32
5 Roma 16 10 0 6 17 10 +7 30
6 Como 16 7 6 3 22 12 +10 27
7 Bologna 16 7 5 4 23 13 +10 26
8 Lazio 17 6 6 5 18 12 +6 24
9 Atalanta 16 5 7 4 20 18 +2 22
10 Sassuolo 17 6 4 7 21 20 +1 22
11 Udinese 17 6 4 7 18 28 -10 22
12 Cremonese 17 5 6 6 18 20 -2 21
13 Torino 17 5 5 7 17 28 -11 20
14 Cagliari 17 4 6 7 19 24 -5 18
15 Parma 16 4 5 7 11 18 -7 17
16 Lecce 16 4 4 8 11 22 -11 16
17 Genoa 16 3 5 8 16 24 -8 14
18 Verona 16 2 6 8 13 25 -12 12
19 Pisa 17 1 8 8 12 24 -12 11
20 Fiorentina 17 1 6 10 17 28 -11 9
Athugasemdir
banner