Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   fös 26. desember 2025 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Fagnaði marki með því að taka boltastrákinn á hestbak
Sawyer og boltastrákurinn fagna saman
Sawyer og boltastrákurinn fagna saman
Mynd: Macarthur
Boltastrákur á leik Newcastle Jets og Macarthur í áströlsku deildinni mun aldrei gleyma þessum degi en hann var í aðalhlutverki er gestirnir unnu óvæntan 5-4 sigur á Jets.

Það er oft sem boltastrákar koma við sögu í leikjum. Við höfum séð þá eiga stóran þátt í mörkum með því að koma boltanum fljótt í leik og þá sáum við einn slá upp leikrit í leik Swansea og Chelsea er Eden Hazard sá rautt spjald.

Í dag fékk boltastrákurinn að vera með þegar Macarthur fagnaði marki.

Harry Sawyer nýtti frákast í teignum og fagnaði með því að hlaupa bak við markið og taka boltastrákinn á hestbak.

Það eru alveg líkur á að hann muni gleyma þessu en boltastrákurinn mun aldrei gleyma þessu augnabliki, þó svo hann sé líklega stuðningsmaður Jets.


Athugasemdir
banner
banner