Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
banner
   fös 26. desember 2025 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Varnarmaður Sevilla í sex leikja bann - „Þú ert tíkarsonur“
Marcao lét dómarann hafa það óþvegið
Marcao lét dómarann hafa það óþvegið
Mynd: EPA
Brasilíski varnarmaðurinn Marcao hefur verið dæmdur í sex leikja bann af spænska fótboltasambandinu eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í leik liðsins gegn Real Madrid á dögunum.

Marcao fékk fyrra gula spjald sitt á 37. mínútu leiksins og seinna spjaldið rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok. Það voru hins vegar viðbrögð hans eftir seinna gula spjaldið sem orsakaði þetta sex leikja bann.

Hann lét dómarann hafa það óþvegið og kallaði hann „tíkarson“, ásamt því að sparka bolta við leikmannagöngin þar sem fjórði dómarinn stóð.

Það var því ákvörðun nefndar fótboltasambandsins að dæma hann í fjögurra leikja bann fyrir hegðun hans í garð dómarans, eins leiks bann fyrir að sparka boltanum og einn leik fyrir að fá seinna gula spjaldið.

Marcao mun því ekki spila næst með Sevilla fyrr en um miðjan febrúar.

Sevilla getur áfrýjað dómnum en það er þó ekki talið líklegt að það muni skila miklum árangri.
Athugasemdir
banner