Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
banner
   lau 27. desember 2025 16:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hearts tapaði í Edinborgarslagnum
Mynd: Hearts
Tómas Bent Magnússon var í byrjunarliði Hearts sem heimsótti Hibernian í Edinborgarslag í skosku deildinni í dag.

Hearts var í vandræðum þegar flautað var til hálfleiks þar sem Hibernian va rmeð 2-0 forystu.

Strax í upphafi seinni hálfleiks kom þriðja mark Hibernian og verkefnið virtist ómögulegt fyrir Hearts.

Þeim tókst þó að klóra aðeins í bakkann og skora tvö mörk en nær komust þeir ekki.

Tómas Bent spilaði 88 mínútur. Þar með lauk fimm leikja hrinu þar sem Hearts var án taps. Liðið er áfram á toppnum með 41 stig en Celtic er aðeins þremur stigum á eftir og eiga leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner