Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
   lau 27. desember 2025 15:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mikil meiðslavandræði hjá Arsenal - Meiddist í upphitun
Mynd: EPA
Það eru mikil meiðslavandræði í herbúðum Arsenal og það bættist í meiðslalistann rétt fyrir leik liðsins gegn Brighton sem hófst fyrir örfáum mínútum.

Riccardo Calafiori átti að vera í byrjunarliðinu en hann meiddist í upphitun og Myles Lewis-Skelly kom inn í hans stað.

Gabriel er á bekknum en hann hefur verið fjarverandi síðan í byrjun nóvember.

Það er enginn hægri bakvörður í hópnum. Jurrien Timber meiddist gegn Crystal Palace og Ben White og Cristhian Mosquera eru einnig fjarverandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner