Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
   sun 28. desember 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Guardiola: Hefðum tapað þessum leik í fyrra
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Pep Guardiola þjálfari Manchester City svaraði spurningum eftir nauman sigur á útivelli gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Rayan Cherki gerði sigurmarkið undir lokin og er Man City áfram tveimur stigum á eftir Arsenal í titilbaráttunni, með Aston Villa á hælunum. Arsenal og Aston Villa mætast í næstu umferð og þurfa lærlingar Pep að nýta tækifærið. Þeir eru búnir að vinna 8 leiki í röð og vonast til að bæta þeim níunda við þegar þeir heimsækja Sunderland á nýársdag.

„Við hefðum tapað þessum leik á síðustu leiktíð, það er 100 prósent. Við vorum langt frá okkar besta í dag en strákarnir áttuðu sig á því og lögðu mikla vinnu í að sækja stigin. Það er mjög mikilvægt að kunna að kveljast og strákarnir sýndu í dag að þeir kunna það. Stundum verðum við að samþykkja að við erum ekki að spila sérlega vel og þá kemur baráttuandinn inn í myndina. Þetta eru þrjú dýrmæt stig," sagði Pep. Rayan Cherki gerði sigurmarkið á 83. mínútu.

„Þetta eru risastór þrjú stig á erfiðum útivelli. Sean Dyche er búinn að búa til alvöru lið hérna á mettíma. Við megum samt ekki gleyma því að þessi leikmannahópur sem hann er með var að berjast um sæti í Meistaradeildinni undir lok síðustu leiktíðar. Þó að þeim gangi ekki sérlega vel um þessar mundir þá breytir það ekki gæðunum sem búa í liðinu."

City endaði í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, heilum 13 stigum á eftir Englandsmeisturum Liverpool, eftir að hafa unnið deildina fjögur ár í röð þar á undan.

„Við áttum lélegt tímabil í fyrra en það breyttist allt þegar við fórum saman á HM félagsliða. Við litum í spegilinn og spjölluðum vel saman, síðan þá hafa hlutirnir orðið betri og betri. Það ríkir alvöru metnaður hérna og þessi sigur í dag er týpískur baráttusigur hjá meistaraliði. Við unnum marga svona leiki þegar við urðum meistarar hjá Barcelona, Bayern München og svo hérna. Það er undirstöðuatriði að vinna þessa leiki ef maður vill verða meistari.

„Það eru mörg jákvæð teikn á lofti, sérstaklega þegar ég horfi á samband liðsins við stuðningsmenn. Þeir elska leikmenn liðsins útaf því að þeim líður eins og þeir séu á sama báti. Þeim líður eins og leikmennirnir séu tilbúnir til að leggja allt í sölurnar fyrir Manchester City.

„Stuðningsmenn geta samþykkt það ef leikmaður á slæman dag og er að spila illa. Það sem þeir geta ekki samþykkt er leti og lélegt vinnuframlag. Ef hjartað er ekki í leiknum þá ættirðu ekki að vera á vellinum. Við elskum þetta félag en stuðningsmennirnir elska það meira, við megum ekki gleyma því."


   27.12.2025 15:34
Guardiola: Kannski er ég aðstoðarþjálfarinn

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
6 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
7 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Fulham 17 7 2 8 24 26 -2 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 17 5 3 9 17 26 -9 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner
banner