Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
   fim 25. desember 2025 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lykilmenn létu undan og framlengdu á Grenivík
Bjarki Þór Viðarsson
Bjarki Þór Viðarsson
Mynd: Magni
Magni hefur framlengt samninga við fjóra lykilmenn eftir frábært tímabil síðasta sumar.

Bjarki Þór Viðarsson, Alexander Ívan Bjarnason, Tómas Örn Arnarson og Birkir Már Hauksson hafa framlengt samninga sína.


Magni sló á létta strengi í tilkynningunni en þar segir að það hafi þurft mikið til að sannfæra þá um að skrifa undir.

„Þá er búið að snúa upp á handlegginn á þessum meisturum! Með mikilli ánægju kynnum við þessa toppmenn þá Bjarka Þór, Alexander Ívan, Tómas Örn og Birki Má sem allir hafa framlengt samning sinn við okkur á Víkinni fögru! Heldur betur sterkt," segir í tilkynningu frá Magna.

Magni spilar í 2. deild næsta sumar eftir að hafa hafnað í 2. sæti í 3. deild síðasta sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner