Sævar Orri Valgeirsson er genginn til liðs við Reyni Sandgerði úr röðum KH og gerir tveggja ára samning við félagið.
Sævar Orri lék síðast með KFK í 3. deildinni sumarið 2024 en hann er uppalinn hjá Haukum og skipti yfir til Vals/KH í öðrum flokki.
Sævar þótti mikið efni áður fyrr og fór meðal annars til ítalska félagsins Torino á reynslu.
„Við bjóðum Sævar Orra hjartanlega velkominn til okkar í Reyni Sandgerði," segir meðal annars í tilkynningu frá Reyni.
Reynir leikur í 3. deild eftir að hafa endað í 5. sæti á síðustu leiktíð með 38 stig úr 22 umferðum.
Athugasemdir



