Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   lau 27. desember 2025 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Óvíst hvort Rodri verði með - Doku og Stones áfram á meiðslalistanum
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, mun taka ákvörðun í dag varðandi það hvort spænski miðjumaðurinn Rodri verði með gegn Nottingham Forest eða ekki.

Rodri hefur ekkert spilað með Man City síðan í nóvember og halda erfið meiðsli áfram að plaga hann.

Spánverjinn vann Ballon d'Or verðlaunin á síðasta ári fyrir frábæra frammistöðu með City og spænska landsliðinu, en sleit krossband og ekki náð sér almennilega eftir það.

Það er möguleiki á að hann komi aftur inn í hópinn gegn Forest í hádegisleiknum í dag, en Guardiola hefur ekki tekið lokaákvörðun.

Jeremy Doku og John Stones eru á meiðslalistanum hjá Man City en Doku hefur misst af síðustu þremur leikjum á meðan Stones hefur misst af síðustu fimm.

Man City getur með sigri á Forest komið sér í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner