Jónatan Guðni Arnarsson gekk nýverið til liðs við Breiðablik frá sænska liðinu Norköpping. Jónatan er 18 ára gamall en hann var keyptur til Norrköping frá uppeldisfélaginu Fjölni síðasta vetur.
Hjá Fjölni spilaði Jónatan með bróður sínum Kristófer Degi, en hann skrifaði undir samning við Val fyrr í mánuðinum. Jónatan var spurður út í hvernig það væri að mæta bróður sínum í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.
Hjá Fjölni spilaði Jónatan með bróður sínum Kristófer Degi, en hann skrifaði undir samning við Val fyrr í mánuðinum. Jónatan var spurður út í hvernig það væri að mæta bróður sínum í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.
„Ég hef spilað með honum og verið með honum öll mín yngri ár. Það verður gríðarlega skemmtilegt að mæta honum.“
Arnór Ingvi Traustason er genginn til liðs við KR, en hann var liðsfélagi Jónatans í Norköpping.
„Alveg 100 prósent, það verður líka mjög skemmtilegt að mæta Arnóri.“
Arnór Ingvi með góð ráð
Arnór Ingvi var spurður út í heimkomu Jónatans í viðtali við Fótbolta.net á dögunum.
„Hann er spennandi leikmaður og stór og mikill karakter. Hann á framtíðina fyrir sér. Frábært fyrir hann að komast til Breiðabliks, vonandi stendur hann sig vel.“
Ræddir þú við hann um þetta skref?
„Við töluðum alveg saman. Hugurinn hans leitaði heim seinni part tímabils og ég reyndi að hjálpa til við það með því að tala við hann og hjálpa til með góð ráð, svo er maður alltaf til staðar.“
Athugasemdir




