Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
   lau 27. desember 2025 17:54
Ívan Guðjón Baldursson
Afríkukeppnin: Mané og Bakambu skoruðu í jafntefli
Steve Mounié lagði upp markið sem sendir Botsvana að öllum líkindum heim
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í Afríkukeppninni þar sem Senegal mætti Austur-Kongó í stórleik.

Þarna mættust tvö afar sterk lið og var staðan markalaus í leikhlé. Senegal var talsvert sterkara liðið í fyrri hálfleik en tókst ekki að skora framhjá skipulagðri vörn Kongó.

Seinni hálfleikurinn var jafnari og tók Cédric Bakambu, 34 ára framherji Real Betis á Spáni, forystuna á 61. mínútu.

Senegal átti í miklum erfiðleikum með að skapa sér færi eftir leikhlé en Sadio Mané, fyrrum leikmaður Liverpool og FC Bayern, kom samlöndum til bjargar með jöfnunarmarki og urðu lokatölur 1-1.

Nicolas Jackson, Iliman Ndiaye, Idrissa Gueye, Kalidou Koulibaly og Édouard Mendy voru meðal byrjunarliðsmanna í sterku landsliði Senegal, á meðan Chancel Mbemba, Aaron Wan-Bissaka, Axel Tuanzebe, Arthur Masuaku og Noah Sadiki voru í byrjunarliðinu hjá Kongó.

Pape Matar Sarr, Ibrahim Mbaye og Edo Kayembe voru meðal varamanna.

Bæði lið eiga fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðir riðlakeppninnar. Þau eru í riðli með Benín og Botsvana sem mættust einnig í dag, en þar hafði Benín betur 1-0.

Þar lagði Steve Mounié, fyrrum leikmaður Huddersfield í ensku úrvalsdeildinni, eina mark leiksins upp.

Benín mætir Senegal í lokaumferðinni og þarf sigur til að komast upp úr D-riðli. Botsvana er án stiga og þarf kraftaverk til að eiga möguleika á að komast áfram.

Senegal 1 - 1 Austur-Kongó
0-1 Cedric Bakambu ('61 )
1-1 Sadio Mane ('69 )

Benín 1 - 0 Botsvana
1-0 Yohan Roche ('28 )

D-riðill:
1. Senegal 4 stig +3 markatala
2. A-Kongó 4 stig +1 markatala
3. Benín 3 stig +0 markatala
4. Botsvana 0 stig -4 markatala
Athugasemdir
banner
banner