Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
   lau 27. desember 2025 20:24
Ívan Guðjón Baldursson
Kjartan kom við sögu í jafntefli - Aron Einar meiddist
Mynd: Aberdeen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir Íslendingar komu við sögu í síðustu Íslendingaleikjum dagsins í dag.

Kjartan Már Kjartansson kom inn af bekknum í jafntefli hjá Aberdeen gegn Dundee United í efstu deild skoska boltans. Kjartan fékk að spila síðustu tíu mínúturnar og er Aberdeen um miðja deild, með 25 stig eftir 18 umferðir.

Aron Einar var í byrjunarliði Al-Gharafa sem steinlá afar óvænt gegn Al-Shahaniya í efstu deild í Katar.

Al-Gharafa er topplið deildarinnar en Al-Shahaniya sat í botnsætinu fyrir leik dagsins.

Al-Shahaniya vann 3-0 og verðskuldaði sigurinn. Aron lék allan leikinn en þurfti að fara meiddur af velli á 94. mínútu.

Al-Gharafa er áfram á toppi deildarinnar, með 25 stig eftir 11 umferðir. Aron og félagar eru fjórum stigum á undan næsta liði á stöðutöflunni, sem á leik til góða.

Að lokum vann Venezia heimaleik í ítölsku C-deildinni og var þetta þriðji sigur liðsins í röð. Liðið er í harðri toppbaráttu og situr sem stendur í þriðja sæti með 35 stig eftir 18 umferðir - þremur stigum á eftir toppliðinu. Bjarki Steinn Bjarkason var ekki í hóp og gæti verið að glíma við meiðsli eða veikindi.

Aberdeen 1 - 1 Dundee

Al-Shahaniya 3 - 0 Al-Gharafa

Venezia 1 - 0 Virtus Entella

Athugasemdir
banner