Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
banner
   fim 25. desember 2025 22:00
Brynjar Ingi Erluson
Þetta eru hægustu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar
Joe Knight er hægastur samkvæmt mælingum
Joe Knight er hægastur samkvæmt mælingum
Mynd: EPA
Borna Sosa (t.h) er með hægustu mönnum deildarinnar
Borna Sosa (t.h) er með hægustu mönnum deildarinnar
Mynd: EPA
Daily Mail birti lista af hröðustu leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar í dag en þeir hafa einnig komið með lista af þeim hægustu á tímabilinu.

Það er annað mál hvort hægt sé að taka mark á listanum enda margir af leikmönnum spilað fáar mínútur og ekki fengið tækifæri til þess að sýna hvað þeir eru raunverulega færir í því að hlaupa.

Þetta er þó aðeins miðað við mælingar og þar leiðir Joe Knight, leikmaður Brighton, listann. Hann náði 20,07 km/h en hann spilaði aðeins um eina mínútu í 3-0 sigri á Leeds og ekki spilað síðan.

Það sama á við um næstu þrjá leikmenn á listanum en þetta verður ekki áhugavert fyrr en við komum að fimmta leikmanninum sem er Diego Coppola, varnarmaður Brighton, sem hefur spilað rúmar hundrað mínútur. Hann hefur mælst hraðast 24,12 km/h.

Borna Sosa, bakvörður Crystal Palace er í 6. sæti á listanum með 24,78 km/h og þá er Harvey Elliott, sem er á láni hjá Aston Villa frá Liverpool, með 24,94 km/h, en hann hefur fengið fá tækifæri til að sýna sig í Villa-treyjunni og er hann líklega að snúa aftur á Anfield um áramótin.

Listinn af hægustu leikmönnunum:

1. Joe Knight (Brighton) – 20.07 km/h
2. Nehemiah Oriola (Brighton) – 20.43 km/h
3. Odsonne Édouard (Crystal Palace) – 22.06 km/h
4. Harrison Armstrong (Everton) – 23.79 km/h
5. Diego Coppola (Brighton) – 24.12 km/h
6. Dan Neil (Sunderland) – 24.42 km/h
7. Borna Sosa (Crystal Palace) – 24.78 km/h
8. Harvey Elliott (Aston Villa) – 24.94 km/h
9. Mateo Kova?i? (Man City) – 25.10 km/h
10. Mike Trésor (Burnley) – 25.27 km/h
Athugasemdir
banner
banner