Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
banner
   sun 28. desember 2025 20:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Glasner: Man ekki hvenær við rúlluðum svona yfir Tottenham
Mynd: EPA
Oliver Glasner, stjóri Crystal Palace, hefur áhyggjur af sóknarleik liðsins en liðið er án sigurs í síðustu fjórum leikjum í öllum keppnum.

Liðið tapaði gegn Tottenham í dag en Palace fékk hættulegri færi.

„Við vitum að við erum án nokkurra leikmanna sem hafa verið að skapa mikið af færum, Daniel Munoz, Sarr og Kamada. Við erum í vandræðum, en þegar ég skoða frammistöðuna horfi ég jákvæður á framtíðina, við munum ná í úrslit," sagði Glasner.

„Þetta er pirrandi og svekkjandi. Mér leið eins og við gætum ekki tapað. Þetta er svolítið saga ársins, við erum stöðugt að standa okkur verr miðað við færin sem við sköpum. Ég man ekki hvenær við rúlluðum svona yfir Tottenham eins og við gerðum oft á tíðum í leiknum í dag."
Athugasemdir
banner
banner