Sambía 0 - 0 Kómoroeyjar
Sambía og Kómoroeyjar gerðu markalaust jafntefli í A-riðli í 2. umferð Afríkukeppninnar í Marokkó í kvöld.
Þetta var annar leikurinn sem Sambía gerir jafntefli en liðið bjargaði stigi undir lokin gegn Malí í fyrstu umferðinni á meðan Kómoroeyjar töpuðu fyrir heimamönnum í Marokkó.
Kómoroeyjar komu boltanum í netið á 19. mínútu leiksins en markið var dæmt af vegna brots í aðdragandanum. Þeir voru líklegri fyrstu mínúturnar en Sambía vann sig betur inn í leikinn.
Dauðafærin voru ekki mörg í þessum leik og fór það svo að leikurinn endaði jafn, 0-0.
Sambía er með tvö stig í 2. sæti A-riðils en Kómoroeyjar með eitt stig á botninum.
? NO GOAL for Comoros!?Maolida’s effort is ruled out for a foul after the referee’s decision.
— GoalBangsWays (@GoalBangsW) December 26, 2025
Still 0–0 against Zambia.?ZAMCOM?#Comoros #Zambia #AFCON #ZAMCOM #AFCON2025
pic.twitter.com/rW39evRp2C
Athugasemdir


