Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
   fös 26. desember 2025 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Færeysk landsliðskona í ÍBV (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: ÍBV
ÍBV hefur fengið færeysku landsliðskonuna Fridrikku Mariu Clementsen til félagsins fyrir komandi tímabil.

Fridrikka er 22 ára gömul og lék síðast með HB í Þórshöfn í heimalandinu.

Hún á 17 A-landsleiki með Færeyingum en hún mun nú reyna fyrir sér á Íslandi með Eyjakonum sem munu spila í Bestu deildinni á næsta tímabili.

„Ég er ánægð með að vera komin í ÍBV. Ég hlakka mikið til að hefja æfingar og leggja mig alla fram fyrir komandi tímabil,“ sagði Fridrikka.

ÍBV vann Lengjudeildina með miklum yfirburðum í sumar en liðið endaði með 49 stig, ellefu stigum meira en næsta lið.
Athugasemdir
banner