Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
   lau 27. desember 2025 16:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Naumir sigrar hjá Liverpool og Arsenal
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Arsenal er áfram með tveggja stiga forystu á Man City á toppi úrvalsdeildarinnar eftir sigur gegn Brighton í dag.

Martin Ödegaard sá til þess að Arsenal var með forystu í hálfleik þegar hann skoraði með góðu skoti fyrir utan teiginn eftir stundafjórðung.

Georginio Rutter varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark snemma í seinni hálfleik eftir hornspyrnu frá Declan Rice.

Diego Gomez minnkaði muninn fyrir Brighton þegar rúmlega klukkutími var liðinn af leiknum. Yankuba Minteh var nálægt því að jafna metin en David Raya varði stórkostlega frá honum og Arsenal fór með sigur af hólmi.

Liverpool vann þriðja deildarleikinn í röð þegar botnlið Wolves heimsótti Anfield.

Það var tilfinningaþrungin stund þar sem Diogo Jota var minnst en hann lék með báðum liðunum. Börn Jota leiddu Virgil van Dijk út á völl fyrir leikinn.

Liverpool var með öll völd á vellinum í fyrri hálfleik og náði verðskuldaðri forystu þegar Ryan Gravenberch skoraði eftir sendingu frá Jeremie Frimpong.

Tæpri mínútu síðar skoraði Liverpool annað mark. Þar var að verki Florian Wirtz eftir laglegan undirbúning Hugo Ekitike. Þetta var fyrsta mark Wirtz fyrir Liverpool síðan hann gekk til liðs við félagið frá Leverkusen síðasta sumar.

Wolves byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og Hugo Bueno minnkaði muninn snemma í seinni hálfleiknum eftir hornspyrnu.

Wolves var líklegri aðilinn til að jafna metin en Liverpool að bæta við en mörkin urðu ekki fleiri og þriðji sigur Liverpool í röð staðreynd en Wolves er áfram á botninum aðeins með tvö stig.

Brentford vann öruggan sigur gegn Bournemouth þar sem Antoine Semenyo klóraði í bakkann fyrir Borunemouth og spurning hvort það hafi verið síðasta mark hans fyrir liðið. Þá skoraði Kevin Schade þrennu fyrir Brentford.

Fulham vann nauman sigur gegn West Ham og Burnley og Everton gerðu markalaust jafntefli.

Burnley 0 - 0 Everton

West Ham 0 - 1 Fulham
0-1 Raul Jimenez ('85 )

Nott. Forest 1 - 2 Manchester City
0-1 Tijjani Reijnders ('48 )
1-1 Omari Hutchinson ('54 )
1-2 Rayan Cherki ('83 )

Brentford 4 - 1 Bournemouth
1-0 Kevin Schade ('7 )
2-0 Djordje Petrovic ('39 , sjálfsmark)
3-0 Kevin Schade ('51 )
3-1 Antoine Semenyo ('75 )
4-1 Kevin Schade ('90 )

Liverpool 2 - 1 Wolves
1-0 Ryan Gravenberch ('41 )
2-0 Florian Wirtz ('42 )
2-1 Santiago Bueno ('51 )

Arsenal 2 - 1 Brighton
1-0 Martin Odegaard ('14 )
2-0 Georgini Rutter ('52, sjálfsmark)
2-1 Diego Gomez ('64 )
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 18 13 3 2 33 11 +22 42
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
6 Man Utd 18 8 5 5 32 28 +4 29
7 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
11 Everton 18 7 4 7 18 20 -2 25
12 Brighton 18 6 6 6 26 25 +1 24
13 Newcastle 18 6 5 7 23 23 0 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 18 5 7 6 27 33 -6 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 18 5 3 10 18 28 -10 18
18 West Ham 18 3 4 11 19 36 -17 13
19 Burnley 18 3 3 12 19 34 -15 12
20 Wolves 18 0 2 16 10 39 -29 2
Athugasemdir
banner