Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 02. ágúst 2020 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leeds sagt vera búið að setja 2,3 milljónir punda til hliðar fyrir Hjört
Hjörtur Hermannsson.
Hjörtur Hermannsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsvarnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson er sagður á blaði hjá Marcelo Bielsa, stjóra Leeds, fyrir næstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.

The Athletic sagði frá því í síðustu viku en Hjörtur er á mála hjá Bröndby í Danmörku.

Sagt er að Hjörtur sé með svipaðan leikstíl og miðvörðurinn Ben White sem lék með Leeds á láni frá Brighton á síðasta tímabili. White er nú kominn aftur til Brighton og Bielsa vill fylla hans skarð.

Hjörtur er 25 ára, uppalinn Fylkismaður, og hefur leikið með Bröndby síðan 2016. Þá á hann fjórtán landsleiki fyrir Ísland. Bröndby er sagt tilbúið að selja hann og er talað um það í hollenskum fjölmiðlum að Leeds sé búið að setja til hliðar 2,3 milljónir punda fyrir hann.

Vefmiðillinn The Boot Room fjallar um viðbrögð stuðningsmanna Leeds við tíðindunum en Vísir vakti athygli á greininni.

Einn þeirra stuðningsmanna sem vitnað er í, skrifar: „Ef hann er nægilega góður fyrir Bielsa, þá er hann nægilega góður fyrir mig."

Sjá einnig:
'El Loco' og fleiri koma Leeds á réttan stað eftir 16 stormasöm ár


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner