Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 02. ágúst 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sandro Wagner leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Þýski sóknarmaðurinn Sandro Wagner hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir fjórtán ára feril sem atvinnumaður í knattspyrnu.

Wagner er þriðji fyrrum landsliðsmaður Þýskalands til að leggja skóna á hilluna í sumar, eftir Andre Schürrle (29) og Benedikt Höwedes (32).

Wagner er aðeins 32 ára gamall en hann braust seint út í sviðsljósið og var fenginn til FC Bayern þegar hann var orðinn þrítugur. Hann gerði 8 mörk í fyrstu 14 deildarleikjum sínum hjá Bayern en gat ekki keppt við Robert Lewandowski og var seldur til Tianjin TEDA í Kína.

Wagner spilaði 8 landsleiki fyrir A-lið Þýskalands og skoraði 5 mörk.

„Ég er ótrúlega þakklátur fyrir að hafa fengið að lifa forréttindalífi þökk sé þessari íþrótt. Ég afrekaði allt sem ég vildi afreka. Það sem gerði mig stoltastan var að klæðast landsliðstreyjunni," sagði Wagner.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner