Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 02. ágúst 2020 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skemmtileg áskorun fyrir þjálfara að takast á við upplegg Óskars
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Hallsson leikgreindi leik Breiðabliks og ÍA í síðustu umferð Pepsi Max-deildarinnar fyrir Fótbolta.net. Breiðablik vann í miklum markaleik, 5-3.

Í leikgreiningu sinni kom Arnar inn á uppspil Blika frá markverði sínum. Hann segir það vera skemmtilega áskorun fyrir þjálfara deildarinnar að takast á við náglun Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Blika.

„Uppspil Blikanna er skemmtilegt og það þarf að nálgast pressuna mjög kerfisbundið og skerpa á samvinnu allra lína til að geta stöðvað uppspil þeirra," skrifar Arnar.

Dekkarar koma inn í markteig, sweeper-inn Elfar ýtir upp og spilar sem djúpur miðjumaður og Andri Yeoman er síðan bjóða sig einni línu hærra. Miðjumennirnir Gísli og Alexander fara hærra til að búa til pláss fyrir framan sig. Vængbakverðir fara alveg upp og pinna aftur öftustu línu ásamt senterum. Þarna byrjar mómentið með því að Anton spilar á Róbert sem spilar strax til baka á Anton," skrifar Arnar og notar myndir með til að útskýra.

Tryggvi Hrafn leggur af stað í pressuna en lokar ekki sendingaleiðinni á Róbert sem er vinstra megin og því getur Anton valið hvað hann vill gera. Ef hann hefði lokað á vinstri dekkarann og þvingað Anton til að spila á Damir hefðu Skagamenn verið komnir með yfirhöndina því þá getur hann lokað sendingarleiðinni og pressað Damir. Þannig hefðu Skagamenn getað lokað meira en helmingi vallarins og byrjað að yfirhlaða hægri væng Blikanna."

„Vegna þess að upphafsmómentið er rangt hjá Skagamönnum eru þeir búnir að tapa þessari baráttu. Bara mistök hjá Blikunum geta núna komið í veg fyrir að þeir komist fram völlinn. Róbert leggur af stað og Elfar er tilbúinn að flytja boltann lengra. Róbert spilar á Elfar sem snýr og þræðir boltann út á Gísla sem hefur mikið pláss að vinna með því vængbakverðir Blikanna eru hátt."

„Gísli hefur mikil gæði á boltanum og á í engum vandræðum með að snúa þrátt fyrir að vera með mann í sér. Kristinn sér Alexander og þræðir boltann þangað inn í hættusvæðið á jaðri vítateigs ÍA. Alexander tekur góða ákvörðun og reynir að þræða boltann í fyrsta á Mikkelsen en það vantar örlítið uppá nákvæmnina/viðbragð Mikkelsen og boltinn endar hjá Árna í marki ÍA. En á 15 sekúndum frá því boltinn byrjaði í markteig ÍA eru Blikarnir komnir upp að vítateig ÍA án þess að hafa verið klukkaðir."

„Í þessu felast styrkleikar Blikanna og þarna kristallast svolítið upplegg Óskars Hrafns. Að tæma og nýta pláss til að þræða boltann inn í. Því þarf pressan að vera mjög vel útfærð til að stöðva Blikanna í kjölfar markspyrna. Það hlýtur að vera skemmtileg áskorun fyrir þjálfarana í deildinni að takast á við þessa ákaflega vel útfærðu nálgun Óskars á markspyrnur."

Smelltu hér til að skoða leikgreiningu Arnars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner