Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 02. ágúst 2021 22:25
Victor Pálsson
„Ekki áhugavert lengur að vera goðsögn hjá einu félagi"
Mynd: Getty Images
Ralph Hasenhuttl, stjóri Southampton, hefur tjáð sig um tvo eftirsóttustu leikmenn liðsins, Danny Ings og Jannik Vestergaard.

Báðir leikmennirnir eiga aðeins 11 mánuði eftir af samningnum á St. Mary's og hafa ekki viljað krota undir framlengingu til þessa.

Hasenhuttl segir að það sé erfitt að fá leikmennina til að framlengja og segir einfaldlega að hlutirnir virki öðruvísi fyrir sig í dag en áður fyrr.

„Fyrir minni lið þá er þetta vandamál því við borguðum háa upphæð. Við borguðum mikið fyrir Ings og líka fyrir Vestergaard," sagði Hansenhuttl.

„Eins og er þá er erfitt að framlenga við leikmenn. Þeir eru stundum ekki viljugir að vera lengi hjá einu félagi."

„Tímarnir hafa breyst. Að verða goðsögn hjá einu félagi er ekki svo áhugavert lengur fyrir suma leikmenn. Það er ekki gott fyrir fótboltann en svona er markaðurinn og við þurfum að spila leikinn eins og önnur félög."

Athugasemdir
banner