mán 02. ágúst 2021 20:37
Victor Pálsson
Tuchel útskýrir valið á bakvörðunum í gær
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hefur útskýrt þá ákvörðun að nota Christian Pulisic óvænt í bakverði gegn Arsenal í gær.

Pulisic spilaði í vængbakverði í 2-1 sigri á Arsenal í æfingaleik en hann hefur ekki sést þar áður í treyju bláliða.

Tuchel þekkir þó vel til Bandaríkjamannsins en þeir unnu saman hjá Dortmund þar sem Tuchel prófaði hann í þeirri stöðu.

„Hann spilaði þarna með mér í Dortmund og við höfum notað Callum [Hudson-Odoi] margoft í þessari stöðu. Marcos Alonso gat ekki spilað í dag svo við settum Callum vinstra megin," sagði Tuchel.

„Callum getur kannski verið hættulegri komandi inn á völlinn sem hann elskar og hann var það í dag. Svo þið þekkið stöðuna okkar."

„Við erum með Cesar Azpilicueta og Reece James í þessum stöðum en Azpi byrjaði að æfa fyrir tveimur dögum og Reece hefur enn ekki æft. Við þurfum ráðstafanir fyrir fyrsta leikinn gegn Villarreal 11. ágúst og svo 14. ágúst þegar tímabilið byrjar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner