Eiður Smári faðmar hér Andra Lucas. Eiður var aðstoðarþjálfari A-landsliðsins þegar Andri lék sína fyrstu landsleiki.
Þann 3. október fer Gent frá Belgíu á Stamford Bridge og mætir þar heimamönnum í Chelsea í Sambandsdeildinni. Þá snýr Guðjohnsen aftur á Brúna.
Andri Lucas Guðjohnsen er leikmaður belgíska félagsins Gent og ef allt gengur að óskum þá verður hann í byrjunarliðinu þegar Gent kemur í heimsókn á gamla heimavöll föður hans.
Eiður Smári Guðjohnsen var leikmaður Chelsea á árunum 2000-2006 og varð í tvígang enskur meistari og einu sinni deildabikarmeistari. Eiður lék 263 keppnisleiki fyrir Chelsea og skoraði 78 mörk. Síðasta mark Eiðs á Brúnni kom í jafntefli gegn Charlton í janúar 2006.
Andri Lucas Guðjohnsen er leikmaður belgíska félagsins Gent og ef allt gengur að óskum þá verður hann í byrjunarliðinu þegar Gent kemur í heimsókn á gamla heimavöll föður hans.
Eiður Smári Guðjohnsen var leikmaður Chelsea á árunum 2000-2006 og varð í tvígang enskur meistari og einu sinni deildabikarmeistari. Eiður lék 263 keppnisleiki fyrir Chelsea og skoraði 78 mörk. Síðasta mark Eiðs á Brúnni kom í jafntefli gegn Charlton í janúar 2006.
Andri Lucas er 22 ára framherji sem keyptur var til Gent í sumar frá Lyngby. Hann er uppalinn í Katalóníu og spilaði með svo með unglingaliðum Real Madrid áður en hann hóf sinn meistaraflokksferil.
Athugasemdir