Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   mán 06. nóvember 2006 14:08
Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári gerir upp ferilinn hjá Chelsea
Sjónvarpsstöðin Sýn mun í kvöld klukkan 20:15 sýna þátt þar sem landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen mun gera upp feril sinn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea.

Í þættinum er meðal annars ítarlegt viðtal við Eið Smára og öll mörkin sem hann skoraði fyrir Chelsea eru sýnd.

Eiður Smári hætti hjá Chelsea í sumar eftir sex ára veru hjá félaginu. Hann gekk þá í raðir Evrópumeistara Barcelona þar sem hann leikur í dag.

Samtals lék hann 263 leiki fyrir Chelsea á sex árum. Hann var 177 sinnum í byrjunarliði og 86 sinnum kom hann inná sem varamaður. Hann skoraði 78 mörk fyrir Chelsea.
Athugasemdir