Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 02. nóvember 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Tevez um muninn á Ronaldo og Messi
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Carlos Tevez á glæsilegan feril að baki og leikur þessa stundina fyrir Boca Juniors í Argentínu.

Hann hefur spilað með tveimur af bestu knattspyrnumönnum sögunnar, þeim Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, og tók léttan samanburð á þeim í viðtali á dögunum.

„Ronaldo er allan daginn að æfa, þetta er þráhyggja hjá honum. Ég man þegar æfingar byrjuðu klukkan 9, þá mætti ég stundum klukkan 8 og hann var alltaf mættur á undan mér," sagði Tevez, sem var samherji Ronaldo í tvö ár hjá Manchester United.

„Þá ákvað ég að mæta klukkan 7:30 en aftur var hann mættur á undan. Einu sinni reyndi ég allt til að mæta á undan honum og var kominn á æfingasvæðið klukkan 6:30 - en hann var mættur."

Tevez sneri sér svo að Messi en þeir hafa spilað rúmlega 50 landsleiki saman með Argentínu.

„Messi er ekki svona, fyrir honum er þetta náttúrulegra. Auðvitað þarf hann líka að æfa sig, ég man til dæmis þegar hann var ekkert sérstakur í aukaspyrnum. Hann æfði mikið og var snöggur að bæta sig, í dag er hann frábær að taka aukaspyrnur."

Tevez verður 36 ára í febrúar og er kominn með 7 mörk í 30 deildarleikjum með Boca.
Athugasemdir
banner
banner
banner