Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 02. desember 2019 22:35
Ívan Guðjón Baldursson
Mane missti af Ballon d'Or: Ég er að keppa á miðvikudaginn
Van Dijk og Mane hafa verið meðal bestu leikmanna Liverpool frá komu Hollendingsins í janúar 2018.
Van Dijk og Mane hafa verið meðal bestu leikmanna Liverpool frá komu Hollendingsins í janúar 2018.
Mynd: Getty Images
Sadio Mane endaði í fjórða sæti í kjörinu á besta knattspyrnumanni heims fyrir síðustu leiktíð.

Lionel Messi vann verðlaunin og endaði Virgil van Dijk, liðsfélagi Mane hjá Liverpool, í öðru sæti. Þeir mættu báðir á verðlaunaafhendinguna en það gerðu Mane og Cristiano Ronaldo, sem endaði í þriðja sæti, ekki.

„Ég gat því miður ekki verið með ykkur í kvöld því ég þarf að keppa á miðvikudaginn. Ég vil óska sigurvegaranum til hamingju," sagði Mane á myndbandi þar sem hann útskýrði fjarveru sína.

„Ég sé ykkur á næsta ári, vonandi til að vinna Ballon d'Or. Ef Guð leyfir!"

Það vekur athygli að ástæða Mane fyrir að mæta ekki sé sú að hann á leik í vikunni. Van Dijk ætti að vera til taks er Liverpool tekur á móti Everton á miðvikudaginn.


Athugasemdir
banner
banner