Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 02. desember 2020 19:56
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin: Sörloth bjargaði Leipzig í ótrúlegum leik - Upamecano í bann
Mynd: Getty Images
Tveimur leikjum var rétt í þessu að ljúka í Meistaradeildinni. Leipzig vann sigur í Tyrklandi og í Rússlandi vannst heimasigur. Leikirnir hófust klukkan 17:55.

RB Leipzig komst í 0-2 í Istanbul áður en Irfan Kahveci minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks. Dani Olmo kom Leipzig aftur í tveggja marka forskot á 66. mínútu en Kahveci skoraði næstu tvö mörk leiksins, fullkomnaði þrennu sína og jafnaði leikinn.

Lokamark leiksins skoraði varamaðurinn Alexander Sörloth á annarri mínútu uppbótartíma og sá til þess að Leipzig er með níu stig eftir fimm leiki. Manchester United og PSG mætast núna klukkan 20 og er United með níu stig og PSG með sex.

Dayot Upamecano nældi sér í gult spjald í kvöld og verður í leikbanni þegar Leipzig tekur á móti United í lokaumferðinni.

Í Krasnodar reyndist Marcus Berg hetjan þegar heimamenn lögðu franska liðið Rennes. Markið tryggir Krasnodar í Evrópudeildina. Chelsea og Sevilla fara áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar úr riðli E.

Riðill H:
Istanbul Basaksehir 3 - 4 RB Leipzig
0-1 Yussuf Poulsen ('26 )
0-2 Nordi Mukiele ('43 )
1-2 Irfan Kahveci ('45 )
1-3 Dani Olmo ('66 )
2-3 Irfan Kahveci ('72 )
3-3 Irfan Kahveci ('85 )
3-4 Alexander Sorloth ('92)

Riðill E:
FK Krasnodar 1 - 0 Rennes
1-0 Marcus Berg ('71 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner