Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 02. desember 2022 12:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mjög svo flott dönsk og íslensk tenging á æfingu hjá Ajax
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian Nökkvi Hlynsson er einn mjög svo hæfileikaríkur fótboltamaður, eins og hann hefur sýnt með U21 landsliðinu.

Kristian er núna í æfingaferð á Spáni með aðalliði Ajax, sem er stærsta félagið í Hollandi. Hinn 18 ára gamli Kristian hefur verið að spila með varaliði Ajax í B-deildinni í Hollandi en hann færist nær aðalliðinu.

Ajax var að birta áhugavert myndband á samfélagsmiðlum þar sem má sjá Kristian á æfingu með danska ungstirninu Christian Rasmussen. Þarna má sjá góða danska og íslenska tengingu á æfingasvæðinu.

Æfingin sem þeir taka í myndbandinu virkar þannig að þeir standa í miðjuboganum með langt bil á milli sín, halda á lofti og sparka á milli þannig að boltinn fari ekki í jörðina.

Þetta er hægara sagt en gert en þeir eru báðir virkilega góðir í þessu eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner