Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 02. desember 2022 11:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skynjarar í boltanum staðfesta að hann var ekki farinn
Japan vann sinn riðil.
Japan vann sinn riðil.
Mynd: EPA
Sigurmark Japan gegn Spánverjum hefur verið mikið í umræðunni frá því í gærkvöldi.

Umræðan hefur snúið að því hvort boltinn hafi verið farinn út af áður en markið kom.

Við fyrstu sýn virðist svo vera en þegar litið er betur á, þá er það ekki þannig. Boltinn þarf allur að vera farinn út af, en hann fór ekki allur út af þegar markið kom.

Skynjarar sem eru í boltanum staðfesta það að hann hafi ekki verið farinn út af.

Mynd sem sýnir það má sjá hér fyrir neðan. Markið var örlagaríkt þar sem Þjóðverjar féllu úr leik vegna þess.



Athugasemdir
banner
banner
banner