Japanski varnarmaðurinn Takehiro Tomiyasu þurfti að fara af velli þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í 2-1 sigri Arsenal á Wolves í dag, en Mikel Arteta, stjóri liðsins, vildi ekki taka óþarfa áhættu og spila honum áfram.
Tomiyasu hefur verið einn af bestu mönnum Arsenal í síðustu leikjum.
Hann lagði upp eitt mark í dag og var þá gríðarlega öflugur í 6-0 sigrinum á Lens í Meistaradeildinni á dögunum.
Á 79. mínútu var honum skipt af velli og verður hann skoðaður frekar á næsta sólarhringnum.
„Læknisteymið verður að skoða hann betur. Honum leið ekki nógu vel og því þurftum við að taka hann af velli. Ég veit ekki hvort það var kálfinn, en hann fann fyrir einhverju. Kannski var það þreyta. Við vildum ekki taka áhættuna,“ sagði Arteta.
Athugasemdir