Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 03. janúar 2020 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Kane missir af heimaleikjum gegn Liverpool og Man City
Tottenham er búið að tilkynna að enski sóknarmaðurinn Harry Kane verður fjarri goðu gamni vegna meiðsla næstu vikurnar.

Markavélin haltraði af velli í tapi gegn Southampton í miðri viku og í ljós kom að hann sleit vöðva aftan á læri. Læknateymi Tottenham býst við að Kane verði frá næstu 4-6 vikurnar.

Kane missir af mikilvægum leikjum sem eru framundan, þar á meðal eru heimaleikir gegn Liverpool í janúar og Manchester City í febrúar. Hann gæti enn náð viðureigninni gegn Man City en það verður að teljast afar óliklegt.

Kane ætti að vera kominn til baka úr meiðslunum fyrir 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar gegn RB Leipzig um miðjan febrúar.

Kane er kominn með 17 mörk í 25 leikjum fyrir Tottenham á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner