Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
   fös 03. febrúar 2023 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía um helgina - Grannaslagur í Mílanó
Mynd: EPA

Cremonese kom mikið á óvart í vikunni og tryggði sér sæti í undanúrslitum ítalska bikarsins með því að slá Roma úr leik.


Liðið er á botninum í Serie A en Cremonese fær Þóri Jóhann Helgason og félaga í Lecce í heimsókn í fyrsta leik umferðarinnar á morgun.

Cremonese getur komist af botninum í bili að minnsta kosti fái liðið eitthvað út úr leiknum.

Roma fær svo Empoli í heimsókn og vonast til að koma til baka eftir vonbrigðin í bikarnum. Liðið getur komist í Meistaradeildarsæti með sigri.

Á sunnudaginn er risaslagur þar sem nágrannarnir í Inter og AC Milan mætast. AC Milan getur komist uppfyrir Inter í 2. sæti deildarinnar með sigri.

laugardagur 4. febrúar

Ítalía: Sería A
14:00 Cremonese - Lecce
17:00 Roma - Empoli
19:45 Sassuolo - Atalanta

sunnudagur 5. febrúar

Ítalía: Sería A
11:30 Spezia - Napoli
14:00 Torino - Udinese
17:00 Fiorentina - Bologna
19:45 Inter - Milan

mánudagur 6. febrúar

Ítalía: Sería A
17:30 Verona - Lazio
19:45 Monza - Sampdoria


Athugasemdir
banner
banner
banner