Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 03. febrúar 2023 13:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kvennalandsliðið mætir Sviss í apríl - Tveir leikir hjá U23
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var tilkynnt að íslenska kvennalandsliðið mun mæta Sviss í vináttuleik í apríl. Leikurinn mun fara fram á Letzigrund í Zürich þann 11. apríl. Svissneska liðið er í 21. sæti heimslista FIFA en Ísland situr í 16. sæti.

Á fréttamannafundi í dag sagði landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson frá því að stefnt væri að því að spila annan leik í aprílglugganum og að U23 liðið myndi spila tvo leiki við Danmörku. Þórður Þórðarson mun stýra U23 í þeim leikjum. U23 lék á síðasta ári leik gegn Eistlandi í júní.

Af heimasíðu KSÍ:
Þetta verður í níunda skiptið sem þjóðirnar mætast. Ísland hefur unnið tvo leiki, einn hefur endað með jafntefli og Sviss hefur unnið fimm.

Liðin mættust síðast í lokakeppni EM 2017 og endaði sá leikur með 2-1 sigri Sviss. Síðasti sigur Íslands gegn Sviss var í vináttuleik árið 1986, en þá skoraði Kristín Anna Arnþórsdóttir eina mark leiksins í 1-0 sigri Íslands.

Fyrst er það Pinatar
Næsta verkefni liðsins verður æfingamót á Spáni - Pinatar bikarinn. Í dag var kynntur leikmannahópur fyrir það verkefni þar sem íslenska liðið spilar þrjá æfingaleiki.

Ísland - Skotland 15. febrúar kl. 14:00 á KSÍ TV
Ísland - Wales 18. febrúar kl. 19:30 á KSÍ TV
Ísland - Filippseyjar 21. febrúar kl. 19:30 á KSÍ TV

Smelltu hér til að sjá landsliðshópinn
Athugasemdir
banner
banner