Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   fös 03. febrúar 2023 22:22
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Skoraði þrennu í sigri Athletic
Oihan Sancet er kominn með sjö mörk á tímabilinu
Oihan Sancet er kominn með sjö mörk á tímabilinu
Mynd: EPA
Athletic 4 - 1 Cadiz
1-0 Oihan Sancet ('10 )
1-1 Gonzalo Escalante ('25 )
2-1 Oihan Sancet ('35 )
3-1 Yeray Alvarez ('44 )
4-1 Oihan Sancet ('75 )
Rautt spjald: Yuri Berchiche, Athletic ('57)

Oihan Sancet, sóknartengiliður Athletic Bilbao, skoraði þrennu er liðið vann Cadiz, 4-1, í La Liga í kvöld.

Sancet gerði fyrsta mark sitt á 10. mínútu en skot hans fór af varnarmanni og í netið. Gonzalo Escalante jafnaði fyrir Cadiz fimmtán mínútum síðar.

Á 35. mínútu gerði Sancet annað mark sitt af stuttu færi eftir sendingu frá Raul Garcia og bætti Yeray Alvarez við þriðja markinu með skalla eftir aukaspyrnu Iker Muniain áður en hálfleikurinn var úti.

Yuri Berchiche, vinstri bakvörður Ahtletic, fékk sitt annað gula spjald á 57. mínútu og var því rekinn af velli, en það skipti litlu máli. Átján mínútum síðar fullkomnaði Sancet þrennu sína eftir góða skyndisókn.

Sjöunda mark Sancet á tímabilinu og er sá að eiga sitt besta tímabil til þessa. Lokatölur 4-1 og Athletic nú í 7. sæti með 29 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner