Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 03. mars 2021 21:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: AC Milan missteig sig í titilbaráttunni
Kessie jafnaði fyrir AC Milan í lokin.
Kessie jafnaði fyrir AC Milan í lokin.
Mynd: Getty Images
Andri Fannar var ekki með í dag vegna meiðsla.
Andri Fannar var ekki með í dag vegna meiðsla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
AC Milan missteig sig í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Nágrannar þeirra í Inter geta á morgun náð sex stiga forystu á toppi deildarinnar eftir að Milan gerði jafntefli við Udinese á San Siro, heimavelli sínum, á þessu miðvikudagskvöldi.

Á 68. mínútu leiksins skoraði Rodrigo Becao fyrir gestina, mark sem lengi vel virtist ætla að vera sigurmarkið í leiknum. Það var hins vegar dramatík undir lokin þar sem Franck Kessie jafnaði metin úr vítaspyrnu.

Milan er í öðru sæti deildarinnar með 53 stig, þremur stigum á eftir Inter sem er á toppnum. Inter á leik til góða gegn Parma á morgun og getur með sigri þar komið sér í frábæra stöðu varðandi það að vinna titilinn.

Miðjumaðurinn efnilegi Andri Fannar Baldursson var ekki í leikmannahópi Bologna gegn Cagliari vegna meiðsla. Cagliari vann leikinn og er núna í 17. sæti. Bologna situr í 12. sæti deildarinnar.

Það var mikil dramatík þegar Napoli gerði jafntefli við Sassuolo, Atalanta vann stórsigur og Crotone, og Roma hafði betur gegn Fiorentina á útivelli. Hér að neðan má sjá öll úrslit og markaskorara kvöldsins. Einnig er hægt að sjá stöðutöfluna í deildinni hér fyrir neðan en það gæti tekið hana tíma að uppfæra sig.

Cagliari 1 - 0 Bologna
1-0 Daniele Rugani ('19 )

Atalanta 5 - 1 Crotone
1-0 Robin Gosens ('12 )
1-1 Simy ('23 )
2-1 Jose Luis Palomino ('48 )
3-1 Luis Muriel ('50 )
4-1 Josip Ilicic ('58 )
5-1 Aleksey Miranchuk ('85 )

Sassuolo 3 - 3 Napoli
1-0 Nikola Maksimovic ('34 , sjálfsmark)
1-1 Piotr Zieliński ('38 )
2-1 Domenico Berardi ('45 , víti)
2-2 Giovanni Di Lorenzo ('72 )
2-3 Lorenzo Insigne ('90 , víti)
3-3 Francesco Caputo ('90 , víti)

Fiorentina 1 - 2 Roma
0-1 Leonardo Spinazzola ('48 )
1-1 Leonardo Spinazzola ('60 , sjálfsmark)
1-2 Amadou Diawara ('90 )

Genoa 1 - 1 Sampdoria
1-0 Davide Zappacosta ('52 )
1-1 Lorenzo Tonelli ('77 )

Milan 0 - 1 Udinese
0-1 Rodrigo Becao ('68 )

Benevento 0 - 3 Verona
0-1 Davide Faraoni ('25 )
1-1 Daam Foulon ('34 , sjálfsmark)
1-2 Kevin Lasagna ('50 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner