Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 03. mars 2021 10:00
Magnús Már Einarsson
Lést eftir að hafa dottið í gamnislag
Whittingham fagnar marki með Aroni Einari Gunnarssyni hjá Cardiff.
Whittingham fagnar marki með Aroni Einari Gunnarssyni hjá Cardiff.
Mynd: Getty Images
Peter Whittingham, fyrrum leikmaður Cardiff, lést í mars í fyrra eftir að hafa legið meðvitundarlaus á sjúkrahúsi í ellefu daga í kjölfarið á slæmu höfuðhöggi sem hann fékk á bar.

Rannsókn á andláti hefur staðið yfir og enskir fjölmiðlar greina í dag frá því hvað hefur komið fram þar.

Whittingham fór ásamt Robert Williams, mági sínum, og vini sínum Ryan Taylor á bar til að horfa á leik England og Wales í rugby.

Öryggismyndavélar sýna að Whittingham var í „gamnislag" við mennina tvo um klukkan 21:30 um kvöldið þegar hann virtist missa jafnvægið. Við það datt hann út um neyðardyr á staðnum og niður átta tröppur sem voru fyrir utan.

Williams mætti fyrir dómstóla í vikunni vegna málsins og hann sagðist ekkert muna eftir málsatvikum. Williams sagði að hann hefði drukkið mikið um daginn líkt og Whittingham og Ryan og þeir hafi allir verið mjög ölvaðir.

Whittingham var 35 ára gamall þegar hann lést en hann spilaði með Aston Villa áður en hann fór til Cardiff árið 2007.

Hann skoraði 98 mörk í 459 leikjum hjá Cardiff og er í miklum metum hjá félaginu. Hann var lengi liðsfélagi Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner