Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 03. mars 2024 20:09
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Stórkostleg skemmtun á Selfossi - Átta mörk í Árbæ
Kári Fannar Guðmundsson, markvörður Skautafélags Reykjavíkur, sýnir æfingar með frjálsri aðferð á Selfossvelli í dag
Kári Fannar Guðmundsson, markvörður Skautafélags Reykjavíkur, sýnir æfingar með frjálsri aðferð á Selfossvelli í dag
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Haukur Darri Pálsson skoraði tvö í sigri Þróttara
Haukur Darri Pálsson skoraði tvö í sigri Þróttara
Mynd: Þróttur Vogum
Það var boðið upp á markaveislur í B- og C-deild Lengjubikars karla í dag.

Í B-deildinni var spilað í riðli 2. Þar vann KV 2-1 sigur á Vængjum Júpiters er liðin mættust á KR-velli.

Vilhelm BJarki Viðarsson kom KV á bragðið áður en Almar Máni Þórisson jafnaði tæpum hálftíma síðar. Freyr Þrastarson skoraði sigurmark KV þegar tuttugu mínútur voru eftir.

Í sama riðli vann Þróttur Vogum frábæran 6-2 sigur á Árbæ er liðin áttust við á Fylkisvelli.

Haukur Darri Pálsson skoraði tvö fyrir Þróttara sem eru á toppnum með 7 stig. Árbær er í öðru sæti með 6 stig á meðan KV og Vængir Júpiters eru í 4. og 5. sæti með 3 stig.

Í riðli 3 í C-deildinni fóru fram tveir leikir í dag og einn í gær.

RB kjöldró Smára, 6-1, í Nettóhöllinni í gær og tekur því toppsæti riðilsins með 6 stig.

Árborg vann Létti með sömu markatölu á ÍR-vellinum í Breiðholti þar sem Kristinn Sölvi SIgurbergsson gerði tvö mörk fyrir gestina. Þetta var fyrsti sigur Árborgar í bikarnum.

Þá hafði KFR betur gegn SR, 5-4, í dramatískum leik á JÁVERK-vellinum á Selfossi.

Liðin skiptust á að skora í leiknum en Hjörvar Sigurðsson var hetja KFR er hann fullkomnaði þrennu sína undir lok leiks. KFR er með 4 stig en SR aðeins eitt stig.

Tindastóll vann KM, 3-1, í riðli 4. Tindastóll er með fullt hús stiga eins og Kría, eftir fyrstu tvo leikina.

B-deild:

Riðill 2:

KV 2 - 1 Vængir Júpiters
1-0 Vilhelm Bjarki Viðarsson ('9 )
1-1 Almar Máni Þórisson ('35 )
2-1 Freyr Þrastarson ('71 )

Árbær 2 - 6 Þróttur V.
0-1 Eiður Baldvin Baldvinsson ('5 )
0-2 Haukur Darri Pálsson ('6 )
0-3 Haukur Darri Pálsson ('11 )
1-3 Aron Breki Aronsson ('34 )
1-4 Mirza Hasecic ('41 )
1-5 Jóhann Þór Arnarsson ('58 )
2-5 Andi Andri Morina ('65 )
2-6 Freyþór Hrafn Harðarson ('85 , Sjálfsmark)
Rautt spjald: Hreinn Ingi Örnólfsson , Þróttur V. ('65)

C-deild:

Riðill 3:

RB 6 - 1 Smári
1-0 Recoe Reshan Martin ('2 )
2-0 Milos Jugovic ('24 )
3-0 Sævar Logi Jónsson ('42 )
4-0 Ingimundur Arngrímsson ('50 )
4-1 Gunnar Már Tryggvason ('54 )
5-1 Danival Orri Jónsson ('56 )
6-1 Sveinn Þór Þorvaldsson ('63 )
03.03.2024

Léttir 1 - 6 Árborg
0-1 Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('30 )
0-2 Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('37 )
0-3 Sigurður Óli Guðjónsson ('42 )
1-3 Sebastían Daníel Elvarsson ('55 )
1-4 Arilíus Óskarsson ('63 )
1-5 Ævar Már Viktorsson ('78 )
1-6 Kristinn Ásgeir Þorbergsson ('81 )

KFR 5 - 4 SR
0-1 Guðfinnur Þórir Ómarsson ('2 )
1-1 Rúnar Þorvaldsson ('20 )
1-2 Markús Pálmi Pálmason ('27 )
2-2 Hjörvar Sigurðsson ('43 )
3-2 Hjörvar Sigurðsson ('47 , Mark úr víti)
3-3 Benedikt Svavarsson ('56 )
4-3 Helgi Valur Smárason ('61 )
4-4 Markús Pálmi Pálmason ('74 )
5-4 Hjörvar Sigurðsson ('90 )

Riðill 4:

Tindastóll 3 - 1 KM
1-0 Sverrir Hrafn Friðriksson ('9 )
2-0 Konráð Freyr Sigurðsson ('65 , Mark úr víti)
3-0 Dominic Louis Furness ('70 , Mark úr víti)
3-1 Admir Jukaj ('90 )
Lengjubikar karla - B-deild, riðill 2
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þróttur V. 5 4 1 0 18 - 6 +12 13
2.    Víkingur Ó. 5 2 2 1 10 - 8 +2 8
3.    Vængir Júpiters 5 2 0 3 12 - 12 0 6
4.    Árbær 5 2 0 3 11 - 14 -3 6
5.    KV 5 2 0 3 5 - 11 -6 6
6.    Elliði 5 1 1 3 9 - 14 -5 4
Athugasemdir
banner
banner
banner