Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 03. apríl 2021 21:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arteta bjóst ekki við þessu: Ég er í sjokki
Mikel Arteta.
Mikel Arteta.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sagðist vera í sjokki með frammistöðu síns liðs eftir tapið gegn Liverpool í kvöld. Leikurinn endaði með 3-0 sigri Liverpool en Arsenal sýndi ekki sínar bestu hliðar í leiknum, langt því frá.

„Þeir voru betri í öllum þáttum leiksins. Ég tek ábyrgðina. Þeir voru miklu, miklu betri. Þeir unnu með þremur mörkum en hefðu getað unnið stærra," sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, eftir tapið.

„Þeir unnu öll einvígi og alla seinni bolta. Ég er í sjokki. Ég bjóst ekki við þessu. Það er mitt starf að bæta hlutina. Þetta var lágpunktur í dag og ekki ásættanlegt."

„Við megum ekki við því að spila svona aftur. Þegar þú spilar fyrir þetta félag þá verður þú að standa upp og takast á við áskorunina."

„Við vorum mikið í því að gefa boltann frá okkur og við gátum ekki tengt saman þrjár sendingar. Grunnatriðin voru ekki til staðar. Þér verður refsað ef þú gerir það gegn svona andstæðingi."

Arsenal er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner