Staðan í leik Manchester City og Aston Villa er 1-1 en gestirnir svöruðu aðeins mínútum eftir að Englandsmeistararnir höfðu komið sér í forystu.
Spænski miðjumaðurinn Rodri kom Man City í 1-0 á 11. mínútu leiksins eftir sendingu Jeremy Doku.
Aðeins mínútum síðar jöfnuðu gestirnir. Julian Alvarez tapaði boltanum og voru það Morgan Rogers og Jhon Duran sem spiluðu boltanum sínum á milli áður en sá síðarnefndi jafnaði með góðu marki. Glæsilegt þríhyrningsspil og afgreiðslan falleg.
Hægt er að sjá bæði mörkin hér fyrir neðan.
Sjáðu markið hjá Rodri
Sjáðu jöfnunarmark Duran
Athugasemdir